Fólk sem hefur brennandi áhuga á lífinu lítur ekki á bestu árin sem afplánun ævi sinnar. Það nýtir hverja mínútu til þess að fá krydd í sinn dag og kann að meta það sem lífið hefur upp á að bjóða. Það býr sér til dagskrá og gerir eitthvað upplífgandi á hverjum degi. Fólk sem horfir á lífið með jákvæðum augum lifir yfirleitt miklu skemmtilegra lífi en þeir sem eru með botnfrosið hjarta.
Fólk á besta aldri hefur oftar en ekki upplifað meira en fólk í kringum tvítugt og það veit að stundum gefur á bátinn. Þegar allt fer á versta veg eru tvær leiðir; að gefast upp eða setja hausinn undir sig og halda áfram.
Fólk er gert úr mismunandi DNA en það er þó eitt sem veikir öll kerfi, sama hversu sterk þau eru í grunninn. Það er áfengisneysla, sérstaklega ef fólk stundar svokallaða áhættudrykkju; að drekka of oft eða of mikið magn
...