Óskar Stefánsson fæddist í Vestmannaeyjum 13. desember 1942. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmanneyjum 24. október 2024.

Foreldrar hans voru Stefán Sigurþór Valdason, f. 18. mars 1908, d. 24. júlí 1982, og Hallgrímsína Guðmunda Bjarnadóttir, f. 27. desember 1908, d. 28. ágúst 1984. Systkini Óskars voru Guðrún Valdís, f. 27. febrúar 1930, d. 5. maí 1937, Margrét Bjarney, f. 15. júní 1931, d. 7. október 2024., Kristín Jóna, f. 6. júlí 1934, d. 31. júlí 2020, og Gunnar Kristinn, f. 12. ágúst 1939, d. 20. maí 1941.

Óskar ólst upp í Vestmanneyjum. Hann var einhleypur og bjó með foreldrum sínum meðan þeirra naut við. Þau áttu heimili í Vestmanneyjum, fyrir utan stuttan tíma í gosinu. Fyrir gos vann Óskar hjá Vinnslustöðinni og í gosinu vann hann við ýmis störf, bæði í Eyjum sem og á fastlandinu. Eftir goslok flutti Óskar ásamt

...