Tryggingastofnun er þjónustuaðili almannatrygginga í landinu og greiðir ellilífeyri til rúmlega 43.000 einstaklinga,“ segir Huld Magnúsdóttir forstjóri Tryggingastofnunar. „Horft á besta aldurinn með augum almannatrygginga er mikilvægt…
Huld Magnúsdóttir forstjóri Tryggingastofnunar segir að fyrirhyggja í fjármálum skipti máli.
Huld Magnúsdóttir forstjóri Tryggingastofnunar segir að fyrirhyggja í fjármálum skipti máli. — Ljósmynd/Silla Páls

Tryggingastofnun er þjónustuaðili almannatrygginga í landinu og greiðir ellilífeyri til rúmlega 43.000 einstaklinga,“ segir Huld Magnúsdóttir forstjóri Tryggingastofnunar. „Horft á besta aldurinn með augum almannatrygginga er mikilvægt að vita hvenær við ætlum að hætta að vinna, að minnka við okkur í starfi og hvaða peninga við verðum þá með á milli handanna. Það eru svo margar breytur sem þarf að skoða í þessu samhengi,“ segir Huld og bætir við að fyrirhyggja í fjármálum skipti máli svo hægt sé að eiga góð efri ár. „Það þarf að taka stöðuna hjá lífeyrissjóðunum og hjá TR og svo hafa margir greitt viðbótarlífeyri sem þarf að taka inn í reikningsdæmið líka. Ég mæli með reiknivélinni sem finna má á heimasíðu okkar ásamt fjölmörgu góðu kynningarefni og námskeiðum sem við bjóðum upp á reglulega. Þetta eru tímamót sem við höfum ekki verið á áður og því getur verið gott að panta tíma hjá ráðgjöfum okkar til að skoða

...