Hans Petter Espelid, vörustjóri hjá upplýsingatæknifyrirtækinu HP inc. í Noregi, lagði áherslu á það á hádegisverðarfundi Opinna kerfa á Edition-hótelinu á dögunum að gervigreind hefði ekki gáfur. Hún byggi heldur ekki yfir húmor eða kaldhæðni
Vinnsla Hans Petter Espelid segir að viðkvæm gögn eigi ekki erindi í skýið.
Vinnsla Hans Petter Espelid segir að viðkvæm gögn eigi ekki erindi í skýið. — Morgunblaðið/Karitas

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Hans Petter Espelid, vörustjóri hjá upplýsingatæknifyrirtækinu HP inc. í Noregi, lagði áherslu á það á hádegisverðarfundi Opinna kerfa á Edition-hótelinu á dögunum að gervigreind hefði ekki gáfur. Hún byggi heldur ekki yfir húmor eða kaldhæðni. „Hún gerir bara það sem hún er forrituð til að gera,“ sagði Espelid í erindi sínu.

Hann fór yfir vöxt gervigreindar sem hefur verið stöðugur síðustu misseri en sagði að á einhverjum tímapunkti, þegar við verðum ekki eins upptekin af því að fylgjast með henni, förum við að vanmeta vöxtinn. Á hinn bóginn mætti okkur ekki yfirsjást hvað gervigreind getur gert til lengri tíma. Ef gervigreindin virkar ekki um leið megi samt ekki missa trú á að hún geti aðstoðað. „Það eru tvær hliðar

...