Landsréttur mildaði í gær dóma yfir þeim David Gabriel S. Glascorssyni og Helga Þór Baldurssyni í hnífstunguárásarmáli tengdu skemmtistaðnum Bankastræti Club.
Var David Gabriel upphaflega dæmdur í tólf mánaða fangelsi í héraðsdómi en Landsréttur mildaði dóm hans í gær niður í átta mánuði. Þá var dómur Helga Þórs mildaður úr átta mánuðum niður í fjóra mánuði.
Málið snýst um stunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember árið 2022 þar sem 25 grímuklæddir menn ruddust inn á skemmtistaðinn og veittust ellefu þeirra að þremur mönnum sem voru á neðri hæð skemmtistaðarins.
Í málinu voru upphaflega allir 25 mennirnir ákærðir og voru þeir allir dæmdir í héraði fyrir árásina á skemmtistaðnum. Þar af hlaut Alexander Máni Björnsson þyngsta dóminn, eða sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps.
...