Selenskí leitar stuðnings gegn yfirgangi Rússa

Volodimír Selenskí er orðinn táknmynd baráttu Úkraínumanna gegn yfirgangi og ofríki Rússa. Kjör hans til forseta Úkraínu var óvænt og benti ýmislegt til að seta hans í embætti yrði stutt þar til Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir tveimur og hálfu ári. Þá brást Selenskí hárrétt við. Hann afþakkaði boð Bandaríkjamanna um að koma sér undan. Hann færi hvergi.

Þannig stappaði hann stálinu í landsmenn sína og Úkraínumenn hrundu innrás Rússa með sögulegum hætti, þótt því miður dygði það ekki til að binda enda á hernað þeirra. Síðan hefur Selenskí verið óþreytandi að hvetja Úkraínumenn til dáða og afla stuðnings við málstaðinn á alþjóðlegum vettvangi.

Heimsókn Selenskís til Íslands í upphafi vikunnar í tilefni af þingi Norðurlandaráðs var liður í þeirri baráttu. Þegar hann ræddi við blaðamenn í lok heimsóknarinnar var hann spurður hvort dagurinn

...