Kristín Heiða Kristinsdóttir
Ég raðhorfði um daginn á áhugaverða og vel gerða breska þáttaröð á RÚV, Skuggann langa (The Long Shadow). Þar segir frá sannsögulegu máli, um leitina að raðmorðingja sem kallaður er kviðristan frá Yorkshire. Í heil sex ár, frá 1975 til 1981, hélt morðinginn áfram að drepa konur og urðu fórnarlömb hans 13 áður en lögreglunni tókst að hafa hendur í hári hans. Sögum fórnarlamba eru gerð góð skil í þáttunum sem og vinnubrögðum lögreglunnar, sem sannarlega var ábótavant. Yfir þúsund lögregluþjónar tóku þátt í leitinni að raðmorðingjanum og var sú leit ein sú dýrasta í sögu bresku lögreglunnar. Fjöldamörg mistök voru gerð og varð rannsóknin til þess að breska lögreglan breytti verklagi sínu til frambúðar. Þættirnir eru mjög vandaðir, og sláandi að hugsa um hversu stutt er síðan þetta átti sér stað: ógeðsleg morð, rannsókn og leit að
...