Stjarnan er enn með fullt hús stiga á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir sigur á Grindavík á heimavelli sínum í 5. umferðinni í gærkvöldi, 104:98. Stjörnumenn lögðu grunninn að sigrinum með góðum miðkafla því Stjarnan vann annan leikhluta 29:23 og þann þriðja 32:18
Körfubolti
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Stjarnan er enn með fullt hús stiga á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir sigur á Grindavík á heimavelli sínum í 5. umferðinni í gærkvöldi, 104:98.
Stjörnumenn lögðu grunninn að sigrinum með góðum miðkafla því Stjarnan vann annan leikhluta 29:23 og þann þriðja 32:18. Sterkur fjórði leikhluti dugði Grindvíkingum ekki.
Orri Gunnarsson og Hilmar Smári Henningsson komu báðir til Stjörnunnar fyrir tímabilið eftir veru í atvinnumennsku og þeir hafa styrkt Stjörnuliðið verulega. Orri var stigahæstur með 28 stig og Hilmar gerði 27.
Grindavík vann fyrstu þrjá leiki sína en hefur nú tapað tveimur í röð gegn heitum liðum Tindastóls
...