Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Ég hef kennt svolítið um helförina í minni kennslu heima á Íslandi og ég hef mikinn áhuga á að miðla upplýsingum bæði um helförina í seinni heimsstyrjöldinni og önnur þjóðarmorð sem átt hafa sér stað í mannkynssögunni,“ segir Rakel Þórhallsdóttir, sem er á seinna árinu í meistaranámi sínu í Uppsölum í Svíþjóð í helfarar- og þjóðarmorðafræðum (Holocaust and genocide studies).
Rakel er kennaramenntuð frá Háskóla Íslands og hefur starfað við kennslu í nokkur ár, en þegar hún er spurð að því hvernig það kom til að hún flutti til Svíþjóðar og fór í þetta sértæka nám segir hún að þegar hún hafi eignast barn fyrir tveimur og hálfu ári hafi margt orðið til þess að þau fjölskyldan hafi ákveðið að flytja af landi brott.
...