Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, tilkynnti í gær að öllum ræðismannsskrifstofum Írans í Þýskalandi yrði lokað, en þær eru í borgunum Frankfurt, München og Hamborg. Ástæðan er aftaka klerkastjórnarinnar á hinum þýsk-íranska Jamshid Sharmahd og sagði ráðherrann að stjórnvöldum í Teheran yrði að vera gert ljóst að aftaka á þýskum ríkisborgara hefði alvarlegar afleiðingar.
Í tilkynningu utanríkisráðherrans í þýsku sjónvarpi í gær var ekkert minnst á sendiráð Írans í Berlín, en sagði þó að reynt yrði að halda úti þýska sendiráðinu í Teheran, ekki síst til þess að reyna að frelsa aðra þýska ríkisborgara sem eru ranglega í haldi.
Sharmadh var dæmdur til dauða í febrúar 2023 fyrir þátttöku í sprengjutilræði í mosku í borginni Shiraz árið 2008. Fjölskylda hans segir sökina tilbúning og talsmenn Amnesty International hafa tekið undir það. Íranir
...