Eygló Fanndal Sturludóttir gerði sér lítið fyrir og varð þrefaldur Evrópumeistari í -71 kg. flokki á EM 21 árs og yngri í ólympískum lyftingum í Póllandi í gær. Eygló lyfti 104 kílóum í snörun og varð Evrópumeistari. Hún lyfti svo 133 kílóum í jafnhendingu og varð aftur í fyrsta sæti og varð því sjálfkrafa Evrópumeistari í samanlögðu með 237 kíló, sem er Norðurlandamet fullorðinna. Guðný Björk Stefánsdóttir varð í þriðja sæti í samanlögðu með 210 kíló.