Gunnar Björnsson fæddist á Hvolsvelli í Rangárvallasýslu 26. ágúst 1941. Hann lést á Landspítalanum 18. október 2024.

Foreldrar hans voru Björn Fr. Björnsson, sýslumaður Rangæinga og alþingismaður Rangæinga og síðar Sunnlendinga, f. 18.9. 1909, d. 21.12. 2000, og Margrét Þorsteinsdóttir húsfrú, f. 9.6. 1909, d. 28.3. 1961. Systkin Gunnars eru Birna Ástríður, f. 1.2. 1933, d. 24.1. 2022, Grétar Helgi, f. 1.9. 1935, Guðrún, f. 30.4. 1940, og Björn Friðgeir, f. 2.4. 1969.

Hinn 20. mars 1965 kvæntist Gunnar Aðalheiði Laufeyju Þorsteinsdóttur frá Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Kristján Þórðarson kennari í Reykjavík og kona hans Guðfinna Sigurlilja Eyvindsdóttir, ætíð kölluð Stella.

Eftir heimkomuna frá Belfast bjuggu þau á Hávallagötu 31, húsi föður Gunnars, og fluttu svo að

...