„Ekki fer maður með peningana yfir, svo það er um að gera að eyða þeim bara.“
— Morgunblaðið/Eggert

Agnes Löve er 82 ára píanóleikari sem á glæstan feril að baki. Hún var meðal annars tónlistarstjóri Þjóðleikhússins, kórstjóri og skólastjóri Tónlistarskóla Garðabæjar. Agnes er lífsglöð, glæsileg og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á fötum. Hún stenst ekki enn að lífga upp á fataskápinn og fylgist vel með því sem er að gerast í tísku. Hún fer í greiðslu einu sinni í viku og telur það sinn helsta veikleika.

Hvernig hefurðu hugsað um heilsuna síðustu ár?

„Það hefur ekki orðið nein sérstök breyting á því, ég hef alltaf passað upp á mig. Ég passa að fara til læknis einu sinni á ári og hafa þetta í lagi,“ segir Agnes. „Ég borða hollan mat, eiginlega of hollan mat. Mér finnst hann oft svo

...