„Allt þetta heitir aukið aðgengi og aukið aðgengi er það sem hefur mest áhrif á neysluna.“
— Ljósmynd/Monika Borys/Unsplash

Valgerður Rúnarsdóttir er framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, þar sem veitt er margs konar meðferð og þjónusta fyrir fólk með fíkn og fjölskyldur þess. Starfsstöðvar SÁÁ eru sjúkrahúsið Vogur, inniliggjandi meðferð á Vík og göngudeildir, sem er allt ein heild. Læknar SÁÁ sinna mest sjúklingum á sjúkrahúsinu en allt hangir þetta saman, eins og hún orðar það. Meðferðarstaðirnir Krýsuvík og Hlaðgerðarkot falla hvorugur undir starfsemi SÁÁ.

„Við erum heilbrigðisstofnun og veitum þjónustu með samningi við ríkið.“

Valgerður er hokin af reynslu í fíknilækningum og hefur starfað síðastliðin 25 ár í fullu starfi við fíknilækningar hjá SÁÁ og um tíma var hún starfandi forstjóri, eða í sjö ár. Hún lauk læknaprófi árið 1992 og kláraði sérnám í lyf- og fíknilækningum árið 2000.

Betra aðgengi að meðferð hérlendis en víðast hvar

...