Fram vann dramatískan sigur á HK, 26:25, í 9. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta á heimavelli sínum í Úlfarsárdal í gærkvöldi. Marel Baldvinsson valdi góðan tíma til að skora sitt eina mark í leiknum, því hann gerði sigurmarkið í þann mund sem leiktíminn rann út
Handbolti
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Fram vann dramatískan sigur á HK, 26:25, í 9. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta á heimavelli sínum í Úlfarsárdal í gærkvöldi. Marel Baldvinsson valdi góðan tíma til að skora sitt eina mark í leiknum, því hann gerði sigurmarkið í þann mund sem leiktíminn rann út.
Fram er því með ellefu stig, eins og FH og ÍBV, í 2.-4. sæti. HK er nú í næstneðsta sæti með fimm stig.
HK var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13, og með frumkvæðið framan af í seinni hálfleik. Var munurinn fjögur mörk, 21:17, þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður.
Þá tók við góður kafli hjá Fram, sem jafnaði og bjó til æsispennandi lokakafla, þar sem Marel
...