Stórleikur Sara Dögg Hjaltadóttir úr ÍR sækir að vörn Gróttukvenna í Breiðholti í gærkvöldi. Hún skoraði 11 mörk í fyrsta sigri ÍR á leiktíðinni.
Stórleikur Sara Dögg Hjaltadóttir úr ÍR sækir að vörn Gróttukvenna í Breiðholti í gærkvöldi. Hún skoraði 11 mörk í fyrsta sigri ÍR á leiktíðinni. — Morgunblaðið/Eyþór

ÍR vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í úrvalsdeild kvenna í handbolta er liðið hafði betur gegn Gróttu, 30:18, á heimavelli í 7. umferðinni í gærkvöldi. Með sigrinum skildi ÍR-liðið nýliðana eina eftir á botninum.

ÍR er með fjögur stig, eins og Stjarnan. Grótta er ein neðst með tvö. Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði ellefu mörk fyrir ÍR. Karlotta Óskarsdóttir og Rut Bernódusdóttir gerðu fjögur hvor fyrir Gróttu.

Fullkomið tímabil Vals hélt áfram er liðið valtaði yfir Stjörnuna, 34:20. Valur er með fullt hús stiga eftir sjö leiki og hefur ekki tapað stigum í deildinni í rúmt ár.

Thea Imani Sturludóttir skoraði sjö mörk fyrir Val og þær Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir gerðu sex hvor. Hafdís Renötudóttir varði 18 skot í markinu.

...