Steinþór Einarsson var í gær sýknaður af ákæru fyrir manndráp á Ólafsfirði í október 2022.

Hann var í Héraðsdómi Norðurlands eystra fundinn sekur um að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana fyrir tveimur árum með því að stinga hann tvisvar í vinstri síðu með hníf og dæmdur í 8 ára fangelsi.

Í dómi Landsréttar sagði að ekki yrði annað ráðið en að Tómas hefði átt upptökin að átökum hans og Steinþórs. Yrði ekki önnur ályktun dregin en að um ofsafengna og lífshættulega árás með hnífi hefði verið að ræða og hefði Steinþór því orðið fyrir ólögmætri árás sem honum hefði verið rétt að verjast eða afstýra.

Þótt leggja yrði til grundvallar að Steinþór hefði gengið lengra í að verjast hinni ólögmætu árás en efni stóðu til taldi Landsréttur óhjákvæmilegt að líta til þess að hann hefði verið að verjast óvæntri og

...