María Anna Þorsteinsdóttir er fædd 1. nóvember 1954 í Reykjavík.
„Það er mitt happ í lífinu að ég bjó frá fæðingu og þar til ég flutti að heiman í húsi afa og ömmu í Barmahlíð 8. Við mamma og seinna bróðir minn bjuggum í risinu og þar var afi með kontór. Þar var draumaveröld fyrir mig. Risastórt Íslandskort, hnöttur, minjagripir frá framandi löndum, kassar með handleggjalausum dúkkum og handleggjum sem aldrei pössuðu. Þyrfti afi að rétta úr sér kom hann með vísu eða ævintýri.
Þau byggðu sumarbústað við Elliðavatn árið 1940 og var ég þar með þeim á sumrin. Árið 2021 skrifaði ég bók, Litli-Skygnir: Í sveitinni, byggða á annálum afa um framkvæmdir; veður, fugla og trjárækt, blómagarða og uppskeru.
Mamma kynntist ferðamannabransanum í gegnum Vigdísi forseta og gerðist fararstjóri
...