Verið er að grafa grunn 40 íbúða fjölbýlishúss á horni Safamýrar og Háaleitisbrautar í Reykjavík en Bjarg íbúðafélag mun leigja íbúðirnar út. Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, segir áformað að afhenda íbúðirnar í júní 2026
Framkvæmdir í grónu hverfi Uppbygging nýs fjölbýlishúss í Safamýri er hafin. Verklok eru áformuð sumarið 2026.
Framkvæmdir í grónu hverfi Uppbygging nýs fjölbýlishúss í Safamýri er hafin. Verklok eru áformuð sumarið 2026. — Morgunblaðið/Baldur

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Verið er að grafa grunn 40 íbúða fjölbýlishúss á horni Safamýrar og Háaleitisbrautar í Reykjavík en Bjarg íbúðafélag mun leigja íbúðirnar út.

Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, segir áformað að afhenda íbúðirnar í júní 2026.

Bjarg sé að byggja sex íbúðir á Húsavík og fimm íbúðir á Hellu. Þá séu nokkur verkefni að hefjast hjá Bjargi. Hefja eigi uppbyggingu 30 íbúða í Reykjanesbæ í febrúar og uppbyggingu

...