Endurminningar Það sem sannara reynist ★★★½· Eftir Svavar Gestsson. Hólasel, 2024. Kilja, 428 bls., heimilda- og nafnaskrár.
Höfundurinn Í formála segir að þungt haldinn á sjúkrabeði hafi Svavar áréttað mikilvægi útgáfu bókarinnar.
Höfundurinn Í formála segir að þungt haldinn á sjúkrabeði hafi Svavar áréttað mikilvægi útgáfu bókarinnar. — Morgunblaðið/Golli

Bækur

Björn

Bjarnason

Nú hafa frásagnir höfuðleikara úr gamla Alþýðubandalaginu í Icesave-málinu birst. Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson sem sátu í ríkisstjórn 2009 til 2013 hafa gefið út endurminningar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands 1996 til 2016, hefur birt valda kafla úr dagbókum sínum. Málsvörn aðalsamningamannsins um Icesave, Svavars Gestssonar (1944-2021), er í bókinni Það sem sannara reynist.

Svavar hafði rétt lokið við að setja punktinn aftan við textann 1. október 2020 þegar hann veiktist hastarlega á ferðalagi og andaðist 18. janúar 2021. Í formála segir að þungt haldinn á sjúkrabeði hafi hann áréttað mikilvægi útgáfu bókarinnar. Hólasel, félag hans nánustu, stendur að verkinu með Forlagið sem bakhjarl.

...