— Samsett mynd/simonelegno/AFP

Kaþólska kirkjan kom mörgum á óvart með kynningu á Luce, anime-stílfærðri fígúru sem tákn fyrir hátíðarárið 2025. Þetta er í fyrsta sinn sem Vatíkanið notar táknmynd eða „trúartákn“ til að höfða til yngri kynslóða. Luce, sem merkir „ljós“ á ítölsku, er klædd í gula regnkápu með pílagrímskross og staf. Fígúran hefur vakið nokkuð fjölbreytt viðbrögð meðal fólks en þetta frumlega skref markar nýja nálgun Vatíkansins að nútímapoppmenningu, þar sem kirkjan vonast til að vekja áhuga ungs fólks og sýna að trú getur birst á margvíslegan hátt. Nánar á K100.is.