Hvernig getur fólk um fimmtugt farið að undirbúa efri árin?
„Heilsusamlegar venjur gera gæfumuninn fyrir aukin lífsgæði á síðara æviskeiði. Það getur gjörbreytt líðan okkar og orkustigi að setja heilsuna í forgang. Stunda styrktarþjálfun reglulega a.m.k. 2-3x í hverri viku, fá nægan svefn, neyta hollrar og fjölbreyttrar fæðu, hreyfa okkur oft og iðulega alla daga, forðast streitu og njóta góðra stunda með fólkinu okkar. Við ættum minna okkur á það reglulega að það er að miklu leyti undir okkur sjálfum komið hvernig við eldumst, svo margt sem við getum sjálf gert sem getur heldur betur haft áhrif. „Ef þú gefur þér ekki tíma fyrir heilsuna í dag gætir þú neyðst til að gefa þér tíma fyrir vanheilsu síðar.“
Það hefur orðið töluverð breyting á hugmyndum um líkamsrækt síðustu ár. Segðu mér betur frá
...