Kosningabaráttan Andrés Magnússon ræðir við Andreu Sigurðardóttur.
Kosningabaráttan Andrés Magnússon ræðir við Andreu Sigurðardóttur.

Allt bendir til þess að hin snarpa kosningabarátta, sem nú er að hefjast, verði bæði afar spennandi og afdrifarík. Jafnt fyrir einstaka flokka og stjórnmálalífið í heild.

Þetta kemur fram í Dagmálum í dag, þar sem Andrea Sigurðardóttir fréttastjóri ræðir við Andrés Magnússon um það sem í vændum er.

Skoðanakannanir benda til þess að flokkum á þingi kunni að fækka um 1-3, jafnvel þannig að Samfylkingin standi ein eftir vinstra megin við miðju, en þrír borgaralegri flokkar hægra megin og 1-2 flokkar á miðjunni.

Við blasir að milli borgaralegu flokkanna verður hörð barátta um sama fylgið, en Samfylkingin kann að bæta við sig fylgi ef aðrir vinstriflokkar virðast verða úr leik. Það er þó flóknara ef hún gengur hálfklofin til kosninga.

...