Knattspyrnukonan Lára Kristín Pedersen gekk til liðs við Club Brugge í efstu deild Belgíu á dögunum og skrifaði hún undir tveggja ára samning við félagið. Lára Kristín, sem er þrítug, hefur komið víða við á ferlinum en hún er uppalin hjá Aftureldingu
Belgía
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Knattspyrnukonan Lára Kristín Pedersen gekk til liðs við Club Brugge í efstu deild Belgíu á dögunum og skrifaði hún undir tveggja ára samning við félagið.
Lára Kristín, sem er þrítug, hefur komið víða við á ferlinum en hún er uppalin hjá Aftureldingu. Hún hefur einnig leikið með Stjörnunni, Þór/KA, KR og Val hér á landi. Hún hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari á ferlinum, þrívegis með Val og tvívegis með Stjörnunni. Þá varð hún tvívegis bikarmeistari með Stjörnunni, 2014 og 2015, og einu sinni með Val, árið 2022. Alls á hún að baki 216 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað 18 mörk.
Á atvinnumannsferlinum hefur hún leikið með Napoli á Ítalíu og Fortuna Sittard í Hollandi en hún
...