„Ég verð nú 75 ára á næsta ári. En ég hef ekki enn haft tíma til að láta mér leiðast því ég hef alltaf nóg að gera.“
Hjördís er þeirri gáfu gædd að geta blandað saman litum og hlutum á fallegan hátt.
Hjördís er þeirri gáfu gædd að geta blandað saman litum og hlutum á fallegan hátt. — Morgunblaðið/Árni Sæbert

Hjördís Gissurardóttir er fagurkeri í húð og hár. Hún segir það hafa borist sér með móðurmjólkinni og gefa sér mikla næringu að fegra allt í kringum sig. Hjördís er lífsglöð og finnst alls ekki kominn tími til að hægja á sér.

„Ég hef alltaf hugsað nokkuð sæmilega um mig. Ég borða hollan mat og óhollan líka. Einhvers staðar segir að þú sért það sem þú neytir og ég hef hvorki reykt né drukkið. Fæ mér kannski hvítvínsglas með vinum til að skála. En að einu leyti er ég svolítill sælkeri, það eykst með árunum en það verður að gleðja sig líka,“ segir Hjördís.

Hún hefur ekki miklu breytt hvað varðar heilsuna á síðustu árum og er sátt og sæl með hvernig hún hefur hugað að henni í gegnum tíðina. Eggin eru

...