Þegar blaðamaður nær sambandi við hinn 78 ára Ólaf Sveinsson, eða Óla, stendur hann í miðjum flutningum úr Garðabæ til Stykkishólms. Léttur í bragði grínast hann með að ljósmyndari Morgunblaðsins sé velkominn heim til hans í draslið sem fylgir flutningunum.
Aðspurður segist Óli vera að elta dóttur sína og tengdason til Stykkishólms því að tengdasonurinn sé þaðan. Óli á fjögur börn, „í tveimur hollum“ eins og hann segir sjálfur. Fyrstu tvö börnin eignaðist hann í fyrra hjónabandi sínu, árin 1968 og 1971. Síðara hollið kom í seinna hjónabandinu, á sama tíma og hann eignaðist fyrstu barnabörnin, eða 1988 og 1991.
Gengur á hverjum degi
Óli er fráskilinn í dag og tiltölulega nýhættur að vinna. Barnabörnin eru alls 13 svo það er nokkuð ljóst að þrátt fyrir að hann sé á eftirlaunum eru verkefnin eflaust mörg.
...