Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Undanfarið hef ég aftur orðið vör við umræðu sem felur í sér fegraða mynd af stöðu fólks í heimi evrunnar. Þannig er reynt að telja fólki trú um að vextirnir á húsnæðislánunum væru mun lægri með evrunni og vísað til erlendra fordæma því til rökstuðnings. Það eitt og sér er alveg rétt, en það þarf þó í þessu samhengi að taka tillit til annarra þátta í hagkerfinu, t.d. launaþróunar og vinnumarkaðar. Þau ríki sem búa við lægri vexti búa líka við lægri laun, minni kaupmátt, verri lífeyri o.s.frv.

Þó margir vilji draga upp einfalda mynd af raunveruleikanum hafa þessir sömu aðilar þó ekki gengið svo langt að halda því fram að við getum búið við evrópska vexti en íslensk laun – enda væri um ósvífna blekkingu að ræða. Þess í stað hafa menn bara sleppt því að tala um vinnumarkaðinn, atvinnuleysi og annað sem kann að kasta rýrð á þessa fögru mynd.

Það má ræða

...

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir