Haldið var upp á hrekkjavöku hér á landi í gær, en þessi siður hefur rutt sér til rúms hérlendis í síauknum mæli á síðustu árum.
Fóru dulbúin börn á ýmsum aldri hús úr húsi í flestum hverfum höfuðborgarinnar og kröfðu þar gestgjafa um góðgæti. Listasafn Íslands bauð t.d. börnum að heimsækja hús Ásgríms Jónssonar í Bergstaðastrætinu og var þar draugalegt um að litast eins og vera ber.