„Vigdís Finnbogadóttir talaði stundum á þessum nótum, en sjálf er hún stakasta smekkmanneskja. Ég kynntist henni fyrst þegar ég var sextán ára að hoppa utanskóla yfir 5. bekk í MR og var hjá henni í frönskutímum á Aragötu. Hún skar sig úr fyrir klæðaburð og fór eigin leiðir.“
— Morgunblaðið/Árni Sæberg

Nú spyrðu mig í þaula, eins og mamma hefði sagt. Ég tek svo lítið eftir þessu fæðingarári mínu, held bara áfram að gera það sem ég hef alltaf gert. Bara leitt ef ártalið flækist fyrir öðrum en mér þegar kemur að því að meta verk mín. Almennt sýnist mér ekkert í lífinu vera eins og maður hugsanlega sér það fyrir. Svo ég nefni það að missa foreldri. Alveg sama hvað viðkomandi foreldri væri gamalt, örvasa, þetta eru stór og sorgleg kaflaskil fyrir afkvæmið, miklu stærri og meiri en hægt er að gera sér í hugarlund fyrir fram. Og þegar bæði eru farin er afkvæmið munaðarlaust, sama hvað það er rígfullorðið,“ segir Steinunn spurð að því hvernig það sé að eldast, en hún er fædd 1950 og varð 74 ára í ágúst.

Ætlar þú að skrifa endalaust?

„Ég hef aldrei ætlað mér neitt á minni skáldskaparævi. Annað en að gera hvert verk úr garði eins vel og ég get, þótt

...