Rachel Reeves
Rachel Reeves

Skopteikningar dagblaða fanga iðulega vel það sem fram fer á vettvangi þjóðmálanna eins og lesendur Morgunblaðsins þekkja. Breska dagblaðið The Telegraph er með glöggan skopteiknara, Matt, sem greinir stjórnmálaástandið í einföldum myndum og fáum orðum. Í gær birtist mynd eftir Matt af tveimur mönnum í fyrirtæki að ræða saman og öðrum varð að orði: „Ég er búinn að sjá útfærslurnar í fjárlagafrumvarpinu, ég er ekki lengur þeirrar skoðunar að óvissan sé verst fyrir atvinnulífið.“

Bretar gengu nýlega í gegnum kosningar og þó að Verkamannaflokkurinn ynni ekki mikinn sigur þá fékk flokkurinn drjúgan meirihluta á þingi og er nú að hrinda stefnu sinni í framkvæmd. Nýjasta útspil Rachel Reeves, fjármálaráðherra flokksins, eru gríðarlegar skattahækkanir, eða sem nemur 40 milljörðum punda.

Verkamannaflokkurinn segist ekki beina

...