Læknar samþykktu í gær fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Læknafélags Íslands, LÍ, með yfirgnæfandi meirihluta, en atkvæðagreiðslu félagsins lauk kl. 16. Alls tóku 1.032 þátt í atkvæðagreiðslunni, en 1.246 voru á kjörskrá.
Þar af voru 956 hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir, eða 92,64% þeirra sem greiddu atkvæði, en 52 voru á móti. Þá skiluðu 24 auðu í atkvæðagreiðslunni.
Í tilkynningu á heimasíðu Læknafélagsins kemur fram að ríkissáttasemjara og samninganefnd ríkisins, viðsemjanda LÍ, verði tilkynnt niðurstaðan í dag, en samkvæmt henni munu verkfallsaðgerðir lækna hefjast 18. nóvember næstkomandi, hafi samningar milli aðila ekki tekist fyrir þann tíma.
Aðgerðir lækna verða í nokkrum lotum og hefst sú fyrsta sem fyrr segir 18. nóvember og stendur fram til 21. nóvember. Náist
...