Flestir stjórnmálamenn sem eitthvað er í varið eru umdeildir meðal andstæðinga sinna, en nú á Dagur að gjalda þess innan eigin flokks.
Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri er einn öflugasti stjórnmálamaður sem Samfylkingin hefur átt, en nú skal hann ekki njóta þess.
Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri er einn öflugasti stjórnmálamaður sem Samfylkingin hefur átt, en nú skal hann ekki njóta þess. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Sjónarhorn

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Menn segja margt í einkasamtölum og einkaskilaboðum sem ekki er ætlað öðrum. Einmitt það gerði Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á dögunum og lenti í nokkrum vandræðum þegar skilaboðin voru gerð opinber. Í skilaboðunum opinberaðist það, sem margir töldu sig þó hafa vitað, sem er að Kristrún hefur lítið álit á Degi B. Eggertssyni fyrrverandi borgarstjóra og flokksbróður sínum. Reyndar virðist sem hún hafi nánast óbeit á honum.

Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt að Kristrún skuli ráðleggja hugsanlegum kjósanda Samfylkingarinnar, sem vill alls ekki kjósa Dag B. Eggertsson, að strika yfir nafn hans á kjörseðli. Það er annað í skilaboðunum sem er mun verra eins og áhersla Kristrúnar á að hún sé aðalmanneskjan og Dagur einungis aukaleikari sem engu máli skipti. Verst er

...