Sjónarhorn
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Menn segja margt í einkasamtölum og einkaskilaboðum sem ekki er ætlað öðrum. Einmitt það gerði Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á dögunum og lenti í nokkrum vandræðum þegar skilaboðin voru gerð opinber. Í skilaboðunum opinberaðist það, sem margir töldu sig þó hafa vitað, sem er að Kristrún hefur lítið álit á Degi B. Eggertssyni fyrrverandi borgarstjóra og flokksbróður sínum. Reyndar virðist sem hún hafi nánast óbeit á honum.
Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt að Kristrún skuli ráðleggja hugsanlegum kjósanda Samfylkingarinnar, sem vill alls ekki kjósa Dag B. Eggertsson, að strika yfir nafn hans á kjörseðli. Það er annað í skilaboðunum sem er mun verra eins og áhersla Kristrúnar á að hún sé aðalmanneskjan og Dagur einungis aukaleikari sem engu máli skipti. Verst er
...