Kristín Gunnlaugsdóttir sýnir verk á sýningunni Portrett í sýningarrýminu 3 Veggjum listrými á Hellissandi. Kristín sýnir þar 65 portrett, gerð á árunum 2019-2024.
„Ég hef verið að teikna mannslíkamann frá því ég var barn og smám saman hef ég fikrað mig í átt að því að takast á við andlit. Ég hafði ekki áhuga á að portrettin líktust fyrirmyndinni heldur að einhver saga eða tilfinning myndi framkallast á forsendum teikningarinnar sjálfrar,“ segir Kristín.
„Mig langaði til að hafa portrettin nokkuð stór og þá vöknuðu spurningar um það hvernig pappír ætti að nota. Módelið situr fyrir stutt í einu, þrjátíu sekúndur til þrjár mínútur í hvert sinn, í þrjá tíma samtals. Á þremur tímum næ ég að gera um sextíu verk en einungis örfá þeirra ganga upp að mínu mati, kannski tvö
...