Glöð Vel fór á með Ulf Pilgaard og Margréti drottningu á lokasýningu.
Glöð Vel fór á með Ulf Pilgaard og Margréti drottningu á lokasýningu. — AFP/Keld Navntoft

Danski leikarinn Ulf Pilgaard lést í upphafi vikunnar, 83 ára gamall, eftir snörp veikindi en dánarmeinið var hjartaáfall. Pilgaard var meðal ástsælustu leikara Danmerkur og átti langan og farsælan feril. Hann þreytti frumraun sína með Stúdentaleikhúsinu 1962 og helgaði í framhaldinu líf sitt leikhúsinu. Þekktastur var hann fyrir leik sinn í revíum, sem eru vinsælar þar í landi.

Á árunum 1986 til 2021 starfaði hann með Cirkusrevyen, þar sem hann var þekktastur fyrir túlkun sína á Margréti annarri Danadrottningu. Þegar hann lék þar lokasýningu sína í október 2021 kom hún honum skemmtilega á óvart með því að mæta á svið til að þakka honum fyrir ævistarfið. Af því tilefni færði hún honum forláta öskubakka, en bæði nutu þess að reykja þar til hann hætti því rúmlega sjötugur heilsu sinnar vegna. Pilgaard lék einnig í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þeirra á meðal er myndin

...