Morgunblaðið hefur frá upphafi endurspeglað samtíma sinn og gefið lesendum innsýn í menn og málefni og yfirsýn yfir gang mála.
Í dag eru 111 ár frá því að blaðið kom fyrst út. Þá var fjölmiðlun með nokkuð öðrum hætti en á okkar tímum og öllu fábrotnari. Markmiðið var þó það sama nú og þá og hefur oft verið vitnað í orð Vilhjálms Finsen ritstjóra á forsíðu fyrsta tölublaðsins um að það ætti „fyrst og fremst að vera áreiðanlegt, skemtilegt og lipurt ritað fréttablað“.
Í raun eru þessi orð enn höfð að leiðarljósi á ritstjórn blaðsins, þótt flest annað hafi breyst. Við blað hefur bæst netmiðill og útvarp. Daglega eru framleiddir viðtalsþættir þannig að hæglega má einnig tala um vísi að sjónvarpi. Þessi þáttagerð hefur farið vaxandi og má segja að í síðustu bæjar- og sveitarstjórnarkosningum og síðan í forsetakosningunum í vor
...