Þorgrímur Þráinsson
Í ljósi fjölda áskorana sem blasa við okkur Íslendingum og heimsbyggðinni þurfum við öll að líta í spegil og spyrja hvort við getum gert betur, sem einstaklingar, sem þjóð, sem eitt lið, öll saman. Og lagt egóið á hilluna, ásamt því að draga djúpt andann oft og reglulega. Er tímabært fyrir þjóðina að stokka spilin og forgangsraða í stað þess að rembast við að slökkva elda sí og æ og vera í stöðugu basli við að ná jafnvægi?
Fram til þessa hafa örfáir eldhugar þurft að berjast fyrir forvarnastarfi á Íslandi, stundum með litlum skilningi þeirra sem völdin hafa. Af því að þeir hafa ekki verið á „gólfinu“ og hafa ekki tilfinningu fyrir því hvar þarf að grípa inn í.
Uppgjöf er ekki til umræðu, heldur uppstokkun. Rétt forgangsröðun. Þeir leiðtogar sem hafa sinnt forvörnum
...