Titillagið er drífandi og dansvænt, nikkar fallega til Blondie, og Bubbi hvíslar ekki í eyrað á þér eins og á síðustu plötu heldur stendur hann uppi á sviði og þenur raddböndin.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Ætli ég sé ekki búinn að dæma sirka tuttugu Bubbaplötur?“ segi ég dóttur minni sem stendur við hlið mér á meðan ég pikka þetta inn. Ætli þær séu ekki fleiri? hugsa ég um leið. Og samt er ég „bara“ búinn að rýna í Bubba í kvartöld eða svo.
Já, Bubbi Morthens er algerlega einstakur og þessi afköst náttúrulega ótrúleg. Ljós og skuggar var þung, sannarlega: „Hvert og eitt lag er rökkurbundið og melankólían er beinlínis seiðandi frá fyrsta tóni til hins síðasta,“ reit ég í dómi. Það er mikil stilla yfir þeirri plötu og nánd og hljóðmyndin eiginlega mögnuð þegar ég hugsa til baka, þar sem „má greina rusk, rask og dökkleita hljóðgervla sem styðja við stemninguna“ svo ég
...