Ég má kannski orða það svo að maður sé aðlögun,“ segir Guðni en hann lét af embætti forseta Íslands í sumar eftir að hafa gegnt embætti í átta ár. Þessa dagana er hann að koma sér fyrir á nýju heimili fjölskyldunnar í Garðabæ, en þau Eliza Reid eiginkona hans reistu sér hús við rætur Álftanesvegar. Um áramót tekur hann aftur til starfa við fyrri iðju í Háskóla Íslands.
„Ég lít glaður um öxl. Þess vegna líður mér ágætlega með þetta,“ segir hann.
Þið kunnuð svo vel við ykkur að þið bara ákváðuð að vera áfram í Garðabæ?
„Já, við fluttum ekki langt. Við búum núna við upphaf Álftanesvegar við Engidal, alveg við bæjarmörk Hafnarfjarðar. Ég vil nú eiginlega kalla mig Álftnesing áfram.
...