Fundi samninganefnda Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga með sáttasemjara lauk síðdegis í gær án niðurstöðu. Hafa vinnufundir verið boðaðir í dag.
Þetta staðfestir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna.
Kennarar í níu skólum lögðu niður störf á þriðjudag. Búið er að boða til verkfalla í fjórum skólum til viðbótar.
Spurð um gang viðræðna segir Inga Rún jákvætt að samtalið sé enn í gangi. Enn sé þó nokkuð í land. „Það er bara verið að ræða saman. Það verður vinnufundur hjá okkur [í dag] þannig að samtalið heldur áfram,“ segir Inga Rún.
Greiddu aftur atkvæði um verkfall
Kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík þurftu að endurtaka atkvæðagreiðslu um verkfall þar sem það fórst fyrir
...