Átta Hilmar Pétursson á vítalínunni. Hann skoraði átta stig fyrir Keflavík.
Átta Hilmar Pétursson á vítalínunni. Hann skoraði átta stig fyrir Keflavík. — Morgunblaðið/Karítas

Keflavík batt enda á þriggja leika taphrinu er liðið sigraði KR, 94:88, í úrvalsdeild karla í körfubolta á heimavelli sínum í Keflavík í gærkvöldi.

Bæði lið eru með fjögur stig eftir fimm leiki, en KR hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. Leikurinn var jafn framan af en Keflavík lagði grunninn að sigrinum með 27:10-sigri í þriðja leikhluta. Wendell Green og Igor Maric gerðu 16 stig hvor fyrir Keflavík. Nimrod Hilliard skoraði 20 fyrir KR.

Þór frá Þorlákshöfn jafnaði Tindastól og Njarðvík í 2.-4. sæti með átta stig er liðið sigraði botnlið Hauka með minnsta mun á heimavelli, 82:81.

Þór náði mest 13 stiga forskoti en staðan var jöfn, 74:74, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Eftir mikla spennu knúðu Þórsarar fram sigur að lokum. Jordan Semple var stigahæstur

...