Aukin hernaðaraðstoð Norður-Kóreu við Rússland er augljóst merki þess að Moskvuvaldið á fullt í fangi með að ná fram raunverulegum árangri á vígvöllum Úkraínu. Hersveitir Rússlands ráða ekki óstuddar við verkefnið og því var óskað eftir miklum fjölda hermanna frá Kóreuríkinu
Utanríkisráðherra Þúsundir hermanna frá Norður-Kóreu eru nú í rússneska héraðinu Kúrsk. Blinken segir það til marks um veikleika Rússa.
Utanríkisráðherra Þúsundir hermanna frá Norður-Kóreu eru nú í rússneska héraðinu Kúrsk. Blinken segir það til marks um veikleika Rússa. — AFP/Nathan Howard

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Aukin hernaðaraðstoð Norður-Kóreu við Rússland er augljóst merki þess að Moskvuvaldið á fullt í fangi með að ná fram raunverulegum árangri á vígvöllum Úkraínu. Hersveitir Rússlands ráða ekki óstuddar við verkefnið og því var óskað eftir miklum fjölda hermanna frá Kóreuríkinu.

Þetta segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en einhvers staðar á bilinu átta og tíu þúsund norðurkóreskir hermenn hafa fengið þjálfun innan landamæra Rússlands að undanförnu. Hefur þessum mönnum nú m.a. verið úthlutað einkennisfatnaði Rússlandshers og er hluti þeirra þegar kominn að landamærum Úkraínu, að því er vestrænar leyniþjónustur greina frá.

„Rússar eru fullir örvæntingar og er það ein ástæða þess að þeir leita aðstoðar norðurkóreska

...