Flest ríki vilja vera í stöðu Íslands, þar sem hagvaxtarhorfur eru góðar. Lykillinn að slíku umhverfi er að samkeppnisstaða atvinnulífsins sé sterk og umgjörðin traust og fyrirsjáanleg.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Heimshagkerfið hefur sýnt umtalsverðan viðnámsþrótt, þrátt fyrir óvenjumikla áraun síðustu ár. Fremst ber þar að nefna farsótt og stríðsrekstur í Evrópu. Því til viðbótar hafa vaxandi viðskiptadeilur á milli stærstu efnahagskerfanna markað mikil umskipti á gangverki heimsviðskipta. Ísland er að mörgu leyti í góðri stöðu. Mikill hagvöxtur, hátt atvinnustig, sterk erlend staða þjóðarbúsins og verðbólgan fer nú lækkandi. Stærsta viðfangsefni hagstjórnarinnar á næstunni verður að lækka hinn háa fjármagnskostnað sem hefur verið einkennandi fyrir íslenska hagkerfið. Forsendur eru að skapast fyrir lækkun vaxta og þar af leiðandi fjármagnskostnaðar vegna aukins sparnaðar. Mikilvægt er að hagstjórnin styðji við áframhaldandi hagvöxt, lækkun skulda og að ná mun betri tökum á húsnæðismarkaðnum.

Hagvöxtur forsenda velferðar

...