Verk eftir listakonuna Hildi Ásgeirsdóttur Jónsson, sem býr í Cleveland í Bandaríkjunum, eru meðal þeirra sem bandaríska dagblaðið The New York Times fjallar um í vikunni, en verk hennar eru nú sýnd á Park Avenue Armory í New York
Myndlist Listakonan Hildur Ásgeirsdóttir býr og starfar í Bandaríkjunum.
Myndlist Listakonan Hildur Ásgeirsdóttir býr og starfar í Bandaríkjunum. — Morgunblaðið/Ásdís

Verk eftir listakonuna Hildi Ásgeirsdóttur Jónsson, sem býr í Cleveland í Bandaríkjunum, eru meðal þeirra sem bandaríska dagblaðið The New York Times fjallar um í vikunni, en verk hennar eru nú sýnd á Park Avenue Armory í New York.

Í umfjölluninni kemur fram að Hildur fari til Íslands á ári hverju til að taka ljósmyndir sem veita henni svo innblástur við gerð textílverka sinna. Veðurfar Íslands og fegurð birtist í þeim í litríkum mynstrum sem endurspegli dulmagn og undur heimalandsins. Hildur er þekkt fyrir að tvinna saman aðferðir vefnaðar og málaralistar.