Þegar Vilhjálmur kardínáli af Sabína kom til Noregi árið 1247 í því skyni að krýna Hákon gamla sagði hann þá „ósannlegt“ um Ísland að það þjónaði ekki undir konungi eins og öll önnur lönd. Íslenskir sagnfræðingar hafa ekki bent á hversu fráleit þessi fullyrðing var miðað við aðstæður sjálfs kardínálans. Hann var frá Ítalíu, þar sem nokkur borgríki þjónuðu ekki undir neinn konung, og hann hafði árið 1222 verið í Líflandi (Eistlandi og Lettlandi nútímans) að miðla málum milli riddarareglu sem réð landinu og nágrannaríkjanna. En mér duttu þessi orð í hug þegar ég var á dögunum staddur í króatísku borginni Dubrovnik við Adríahaf. Árið 1247 var borgin enn á valdi Feneyinga (og ekki neins konungs) en árið 1358 tókst íbúunum að stofna sjálfstætt lýðveldi, sem stóð allt til 1808, þegar Napóleon beitti valdi til að leggja það niður.

Lýðveldið Dubrovnik (sem þá var

...