Og Thatcher sagði við Deng: „Ég sé í hendi mér að þá væri ekkert sem ég gæti sagt eða gert til þess að stöðva þig. En þar með hefðu, á hinn bóginn, augu alheimsins opnast og séð hvers konar ríki Kína væri orðið.“
Framkvæmdir við nýjan Landspítala í Reykjavík.
Framkvæmdir við nýjan Landspítala í Reykjavík. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Kosningarnar í Bandaríkjunum, sem staðið hafa glettilega lengi, draga óneitanlega að sér mikla athygli, og það bæði nær og fjær, þótt mestur sé áhuginn auðvitað heima við í þessu víðfeðma og auðuga landi. En áhrif Bandaríkjanna stoppa ekki þar og ná enn langt út fyrir þau mörk. Fréttir víða að, frá einstökum ríkjum landsins, bera óneitanlega með sér að enn sé mjög mjótt á munum á milli forsetaefnanna tveggja. Og sú staða breytist lítt eða hægt, þrátt fyrir urmul kannana, margar á degi hverjum, sem gerðar eru látlaust. En þótt þær bendi á margvíslegar staðreyndir, stórar og smáar, eru þær enn fjarri því að skera úr um það, hvaða úrslit séu líklegust að lokum og í sumum tilvikum eru þær jafnvel til þess fallnar að rugla lesandann enn meira í ríminu, sem hann má alls ekki við, fremur en að upplýsa hann. Og það er eitt sérbandarískt atriði sem ætíð ruglar stöðuna, þó að það sé ekki með vilja gert: „Fámenn ríki þar vestra eru eins

...