Tæplega fertugum hlaupara, Robert Schock, var bjargað eftir að hafa verið týndur í mánuð í North Cascades-þjóðgarðinum í Washington. Schock villtist á öðrum degi eftir að síminn hans varð rafmagnslaus og sendi hundinn sinn, Freddy, til að leita aðstoðar. Freddy fannst síðar en Schock lifði af á berjum og sveppum. Þrátt fyrir umfangsmikla leit fundust engin merki um hann fyrr en mánuði síðar, þegar lið frá Pacific Northwest Trail Association heyrði veik köll frá bakka Chilliwack-árinnar. „Ég vissi að ég myndi ekki lifa nóttina af,“ sagði Schock, en ákvað að kalla síðasta sinn á hjálp. Teymið fann hann örmagna en í ótrúlega góðu ástandi miðað við aðstæður. Schock hefur nú jafnað sig, þó hann viðurkenni að hafa elst um nokkur ár við reynsluna..
Nánar um málið í jákvæðum fréttum á K100.is.