Ég hef verið á mörgum flugvöllum um dagana og kveikjan að sögunni varð þegar ég horfði á bláókunnuga konu og karl setjast hlið við hlið á bar.
Nái Kristín Marja Baldursdóttir ekki að skrifa í þrjá til fjóra daga í röð líður henni eins og unnið sé gegn henni.
Nái Kristín Marja Baldursdóttir ekki að skrifa í þrjá til fjóra daga í röð líður henni eins og unnið sé gegn henni. — Morgunblaðið/Eyþór

Það er ekki bara ein Kristín Marja sem tekur á móti mér þetta síðdegi, heldur tvær. Dótturdóttirin er sumsé í heimsókn hjá ömmu sinni, rithöfundinum Baldursdóttur, og afa, Björgvini Björgvinssyni, sem í eina tíð var í hópi fremstu handboltamanna þessarar þjóðar. Eftir stutt spjall um daginn og veginn draga þau langfeðgin sig í hlé og við Kristín Marja eldri göngum til stofu.

Tilefni heimsóknar minnar er flunkuný skáldsaga eftir Kristínu Marju, Ég færi þér fjöll, sem komin er út hjá Bjarti. Hennar fyrsta bók í fjögur ár. Á bókakápu er rætt um skáldsögu um mátt ástarinnar – og magnleysi, um tilviljanir og hvernig stundarákvarðanir draga dilk á eftir sér; og ekki síst að ekkert er jafnflókið og tilfinningalíf manneskjunnar.

Einmitt það, já. Byrjum þá bara stórt – á ástinni.

...