Hvað eru Hressleikar? Það eru góðgerðarleikar sem við höfum haldið árlega í 15 ár. Þetta er skemmtilegasti dagur ársins þar sem starfsfólk og þátttakendur svitna til góðs. Leikarnir eru tveggja tíma æfingapartí þar sem sjö lið í 30 manna hópum æfa í …

Hvað eru Hressleikar?

Það eru góðgerðarleikar sem við höfum haldið árlega í 15 ár. Þetta er skemmtilegasti dagur ársins þar sem starfsfólk og þátttakendur svitna til góðs. Leikarnir eru tveggja tíma æfingapartí þar sem sjö lið í 30 manna hópum æfa í sjö fjölbreyttum lotum, og er hver hópur með sitt litaþema.

Hverju er verið að safna fyrir?

Við finnum alltaf eina eða fleiri fjölskyldur til að styrkja. Við köllum þetta skyndihjálp fyrir fólk sem á við tímabundinn vanda að stríða. Við höfum getað safnað dágóðum upphæðum handa fólki í neyð og margar hafnfirskar fjölskyldur hafa notið góðs af styrkjunum í gegnum árin.

Hvaða fjölskylda fær styrk í ár?

Ég fór í þetta sinn

...