Ólafur Pálsson
Vinsældir ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eru miklar hér á landi líkt og víða um lönd. Sjónvarpsréttarsamningur úrvalsdeildarinnar, sem tilkynnt var um á síðasta ári og tekur til fjögurra leiktíða frá leiktíðinni 2025-2026, er að verðmæti 6,7 milljarðar sterlingspunda sem jafngildir rúmum 1.240 milljörðum íslenskra króna. Fyrsti sjónvarpsréttarsamningur deildarinnar var að verðmæti 304 milljónir punda eða um það bil 56 milljarðar króna þess tíma en hann var gerður árið 1992. Þrátt fyrir að leiðrétt sé fyrir verðlagi hefur deildin a.m.k. fimmfaldað virði sitt.
Mér finnst skrítið að á tímum ótrúlegrar tækni sé ekki boðið upp á betri grafík, fleiri myndavélar og sjónarhorn myndavéla á bæði völlinn og leikmenn.
Í útsendingum frá spænsku 1. deildinni
...