Ef kemur til verkfallsaðgerða lækna, sem eiga að hefjast 18. nóvember, fara þær fram í lotum aðra hverja viku fram að jólum og beinast að einstökum sjúkrahúsum, deildum Landspítalans og heilbrigðisstofnunum og standa yfir í einn sólarhring á hverjum stað. Læknafélag Íslands hefur birt yfirlit yfir aðgerðaáætlunina.

Í fyrstu verkfallsvikunni eru verkföll boðuð fjóra daga í röð. Fyrsta verkfallsdaginn, mánudaginn 18. nóvember, leggja læknar niður störf á skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu Landspítalans en þó ekki læknar sem starfa

...